Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

20.5.06

Grillkvöld heppnaðist afskaplega vel. Gott kjöt, gott fólk (fyrir utan fólkið sem ég þekkti ekki - kannske var það ekkert gott). Fór þúsundkalli ríkari en ég kom, ekki kvartar maður yfir því. Mættum alveg taka fleiri spilakvöld, hvort sem er innan eða utan vinnu. Hvað segir fólk - væri stemning að taka svona einusinni á tveggja vikna fresti eftir því sem við verður komið?

Bjórkvöld var ágætt, ekki slær maður hendinni mót fríum bjór. Kominn heim um eða rétt uppúr tólg - þegar ég var næstum kominn heim muldraði MalliPalli á neðrihæðinni svo ég sneri við, fór niður í bæ og fékk mér smá snarl.

Alltaf gaman að svona vinnustaðabjórkvöldum - sérstaklega þegar vinnustaðnum er dreift um alla borg. Hugsunin að baki er eflaust góð - hrista liðið saman, láta fólk úr Jafnaseli (eða hvaðsvosem Breiðholts-útibúið heitir) kynnast betur liðinu á Njarðargötu og Miklatúni. En það bara gerist varla. Fólk fer að drekka og er aðallega að hanga með þeim sem það þekkir fyrir. Ég held að ég hafi ekki talað við einn einasta ókunnugan á þessu kvöldi (fyrir utan barþjóna, gaur af Miklatúninu þegar ég var á klóinu, og þegar ég útskýrði fyrir stimplilstelpunni að ég væri „eiginlega“ fastráðinn, í það minnsta að ég hafði borgað í starfsmannasjóð í nokkurn tíma) en kannske er það bara ég.

Það er annars gott að vera farinn að vinna. Ágætt að vera úti og leika sér smá, lyfta dóti, moka og svo framvegis og framvegis.

Já, og fyrsta einkunn komin í hús: 8,0 fyrir bandaríska menningarsögu. Ég vona að leiðin muni bara liggja upp á við...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home