Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

10.5.06

Meistarastykki biturleikans

Masterpiece of Bitterness

Þetta er metal eins og það gerist best. Þannig séð. "Metal"-aðdáendur sem hafa alist upp við Korn, System of a Down og þetta sem M*tallica hefur verið að gefa frá sér nýlega eiga kannske ekki eftir að kunna að meta þetta - lögin eru einfaldlega of löng, a.m.k. flest, og ég gruna svona lið um að hafa einfaldlega ekki þolinmæði til að hlusta á lög sem eru ca. 9 mínútna löng. Að vísu er eitt lag næstum 20 mínútur, og annað slagar uppí korter (og eitt sem er bara 3 mín), en annars er þetta svona meðallengdin - 7-8 mínútur.

Eins og ég sagði - þetta er eðal-metal. Þetta er að vísu ekki allra - ég fór einu sinni með Triin á tónleika með þeim, og hún þoldi alveg heilar fimm mínútur áður en hún fór, sagði þetta bara vera "hávaða". Þarna eru vissulega kaflar sem vekja upp myndir af eyðimörkum (væntanlega eru þeir að stefna að því að gefa manni mynd af íslensku landslagi), eins og í fyrsta laginu: Hægur taktur og svosem lítið að gerast nema bassi+trommur, og svo eitthvað einfalt (heyrist mér) gítarriff, og annar enn einfaldari sóló - sem er samt settur frekar aftarlega í mixið, svo hann er eiginlega í bakgrunninum - og maður þarf virkilega að fylgjast með til að taka eftir einhverjum breytingum í þeim kafla.

Þeir minna stundum á þennan eina Burzum-disk sem ég á - "sem er gott" - og stundum eru jafnvel kaflar sem minna mann á ISIS eða Pelican. Verst að það sé að koma sumar - þetta er ekta vetrardiskur, eitthvað sem maður hlustar á þegar snjónum kyngir niður.

Ég veit ekki alveg hvað textarnir eru um - hef ekki nennt að lesa þá í bæklingnum sem fylgdi disknum - en mig grunar samt að þeir séu hálfgerður spuni, eitthvað sem þeim datt í hug á staðnum. Röddin jafnvel hugsuð sem hljóðfæri, frekar en sem tæki til að flytja skilaboð.

Fyrir utan þessa Burzum-líkingu (sem ég er alls ekkert viss um að þeir sjálfir muni taka undir) þá bara dettur mér ekkert í hug til að líkja þeim við. Kannske er það vegna þess að ég rata ekkert svo vel um metal-heiminn lengur, en kannske er það vegna þess að þeir eru alveg sér á báti. Á myspace eru þeir: Sólstafir, og þar er eitt lag af þessum disk (Nature Strutter). Þá má líka finna á solstafir.com og þar er hægt að finna nokkur lög.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home