Svo mælti OssomTossom

Ég meina það sem ég segi þegar ég segi það. Hvað með það þótt ég hafi skipt um skoðun hálfmínútu síðar?

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavík, Iceland

15.5.06

Próflok

Prófin eru búin. Á miðvikudag fer ég svo að vinna - mér reiknast til að ég fái tuttuguogtvo daga í sumarfrí. Þetta er miðað við að það verði unnið alla laugardaga (nema 17. júní og verslunarmannahelgarlaugardagurinn), enga sunnudaga og að annar í hvítasunnu sé frídagur. Sumarfríið samanstendur þannig af deginum í dag, morgundeginum, öðrum í hvítasunnu, 17. júni, verslunarmannahelgarlaugardeginum og sunnudögum. Jíha. Og svo auðvitað kvöldum hvers vinnudags, þannig að þetta er raunar býsna langt sumarfrí, ef maður tekur saman alla klukkutíma sem ég er ekki í vinnu og kallar þá sumarfrí.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home